Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er milliríkjastofnun sem situr íHaag íHollandi. Hann hefur sjálfvirka lögsögu sem sóknaraðili gegn einstaklingum sem grunaðir eru um alþjóðaglæpi sem þýðir að dómstólinn er óháður sérstöku samþykki viðkomandi ríkja. Dæmi um mál sem dómstólinn getur látið til sín taka eru þjóðarmorð, glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir. Í nánustu framtíð er hægt að sjá dómstólinn sækja mál er varðar brot á „almennum“ friði í heiminum.
Dómstólnum er ætlað að vera framlenging við núverandi innlend dómskerfi hjá þjóðum heimsins. Dómstólinn getur aðeins beitt lögsögu sinni þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem þegar innlendir dómstólar eru ófúsir eða ófærir um að sækja glæpamenn til saka. Einnig er það skilyrði að annaðhvort þegnríki hins ákærða eða ríkið þar sem ákært brot var framið í sé aðili aðRómarsamþykktinni. Í málum sem tengjaststríðsglæpum er aðildarríkjum heimilt að undanþiggja sig lögsögu dómsins í allt að sjö ár frá aðild ríkisins að samþykktinni. Einnig geturÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísað málum til dómstólsins og einnig einstök ríki. Dómstólinn var stofnsettur 1. júlí 2002, sama dagsetning og Rómarsamþykktin gekk í gildi. Rómarsamþykktin er samþykkt sem lögð er til grundvallar dómstólnum. Hún erþjóðréttarsamningur sem ríki gerast aðilar að með undirritun Rómarsamþykktarinnar og verða þar með aðilar að dómstólnum.
Yfirstandandi:Borgarastyrjöldin í Jemen •Borgarastyrjöldin í Súdan •Innrás Rússa í Úkraínu /Stríð Rússlands og Úkraínu •Stríð Ísraels og Hamas •Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát:Borís Spasskíj (27. febrúar)
|