
Þessi vefleiðangur er ætlaður nemendum í 6. bekk grunnskóla. Aðalmarkmiðið með námsefninu er að nemendur kynnistNorðurlöndunum nánar ásamt því að vinna saman í hópvinnu.
Nemendum er skipt niður í hópa. Hver hópur tekur fyrir eitt Norðurlandanna, aðÍslandi undanskildu, það erDanmörku,Finnland,Noreg,Svíþjóð,Álandseyjar og einn hópurinn tekur fyrirFæreyjar ogGrænland.
Í byrjun er valinn hópstjóri í hverjum hóp sem er eins konar verkstjóri og sér hann um að deila út verkefnum til allra í hópnum. Síðan taka allir nemendur þátt ívefleiðangri þar sem þeir afla sér upplýsinga sem þarf í verkefnið. Hver og einn hópur á síðan að útbúa vef í kringum sitt verkefni. Þegar verkefnavinnunni er lokið og vefirnir tilbúnir munu nemendur kynna vefi sína og innihald þeirra fyrir bekkjarfélögum og kennara. Að því loknu verður farið ívefrallý til þess að kanna hvað nemendur hafa lært hvort tveggja af verkefnavinnunni og af því að hlusta á flutning annara hópa á þeirra verkum. Þarna vinna nemendur saman í sömu hópum og áður. Í vefrallýinu gildir að vera fljótur að svara og vinnur það lið sem fyrst er að svara öllum spurningum rétt.

Það sem fjalla á um í verkefninu og þarf að koma fram á vefum nemenda er eftirfarandi:
Ásamt þessu er nemendum frjálst að bæta við hverju sem viðkemur hverju landi fyrir sig og eru þeir hvattir til þess að gera það og þannig fá meiri fjölbreytileika í verkefnin.
Verkefni nemenda verða metin á eftirfarandi hátt:
Ásamt þessu metur kennari hvert verkefni fyrir sig til einkunnar. Ekki verður gefin einkunn fyrir vefrallýið enda á það fyrst og fremst að vera til skemmtunar.
Hafþór Þorleifsson