Kettir eru mjög hæf rándýr og vitað er til þess að þau veiði yfir 1.000 dýrategundir sér til matar. Hægt er að kenna köttum að hlýða einföldum skipunum og þeir hafa getu til þess að læra á einföld tæki eins oghurðarhúna. Kettir notast við fjöldann allan afdýratáknum í samskiptum við ketti og önnur dýr, þeir mjálma, mala, hvæsa, urra og gagga.[2] Rannsóknir benda til þess að samskipti á milli katta og manna séu töluvert þróuð.[3] Kettir eru einnig ræktaðir og látnir keppa á kattasýningum þar sem veitt eru verðlaun fyrir fallega og hæfileikaríka ketti.
Orðið köttur er talið vera komið inn í Evrópumál frálatínu, en uppruni þess er óljós. Hugsanlega hefur það borist inn í latínu úrafróasískum eðanílósaharamálum eins ognúbískukaddîska „villiköttur“ eðanobiinkadīs.[4]
Karldýr katta kallast högni eða fress, kvendýrið læða eða bleyða og afkvæmin kettlingar. Fjölmörg tegundarafbrigði hreinræktaðra katta eru til og hafa margvísleg nöfn.Hreinræktaðir kettir eru innan við eitt prósent af köttum, en til eru tugir tegundarafbrigða og litbrigða. Til dæmis eru til hárlausir kettir sem nefnastSfinxar og rófulausir kettir sem nefnast Manarkettir (Manx).
Líkt og víða annars staðar eru kettir vinsæl gæludýr áÍslandi. Ekki er vitað með vissu hversu marga ketti er að finna á Íslandi en mjög gróflega má áætla að þeir séu um 30 þúsund (2000).[13] Árið1976 varKattavinafélag Íslands stofnað. Í dag rekur það Kattholt sem er heimili fyrir týnda ketti. Árið2005 bárust um 500 óskilakettir til Kattholts.[14] Þann 23. ágúst 2005 setti umhverfisráðuneytið reglugerð um kattahald í Reykjavík.[15]
↑Keller, O. (1909).Die antike Tierwelt. Säugetiere. bindi. Leipzig:Walther von Wartburg. bls. 75.
↑Linnaeus, C. (1758).„Felis Catus“.Systema naturae per regna tria naturae: secundum classes, ordines, genera, species, cum characteribus, differentiis, synonymis, locis (latína). 1. bindi (Tenth reformed. útgáfa). Holmiae: Laurentii Salvii. bls. 42.
↑Erxleben, J. C. P. (1777).„Felis Catus domesticus“.Systema regni animalis per classes, ordines, genera, species, varietates cvm synonymia et historia animalivm. Classis I. Mammalia. Lipsiae: Weygandt. bls. 520–521.
↑Kitchener, A. C.; Breitenmoser-Würsten, C.; Eizirik, E.; Gentry, A.; Werdelin, L.; Wilting, A.; Yamaguchi, N.; Abramov, A. V.; Christiansen, P.; Driscoll, C.; Duckworth, J. W.; Johnson, W.; Luo, S.-J.; Meijaard, E.; O’Donoghue, P.; Sanderson, J.; Seymour, K.; Bruford, M.; Groves, C.; Hoffmann, M.; Nowell, K.; Timmons, Z.; Tobe, S. (2017).„A revised taxonomy of the Felidae: The final report of the Cat Classification Task Force of the IUCN Cat Specialist Group“(PDF).Cat News. Special Issue 11: 21.Afrit(PDF) af uppruna á 17 janúar 2020. Sótt 21. desember 2018.