„Ég trúi á mikilvægi þess að gera eitthvað skapandi á hverjum degi. Að klæða sig upp er hin fullkomna útrás fyrir sköpun,“ segir Auður Mist Eydal, betur þekkt sem Auja Mist. Auja er 24 ára gömul myndlistarkona úr vesturbænum sem ber af í klæðaburði. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á hennar persónulega stíl, fataskáp og skemmtilegum tískusögum.