Þegar þau komu út af kabaret sýningu, hönd í hönd, mætti þeim aðdáandi sem rétti Perry rós og óskaði henni til hamingju með afmælið.
Trudeau er 53 ára gamall.
TMZ birti í dag myndband af parinu koma út af áðurnefndri sýningu.
Fregnir af mögulegu sambandi þeirra hafa verið á sveimi frá því í sumar þegar þau sáust snæða saman á veitingastað í Montreal í Kanada. Síðan þá hafa þau nokkrum sinnum sést saman.
Hann sótti til að mynda tónleika hennar í Kanada og í síðasta mánuði birti TMZ myndir af þeim á snekkju hennar undan ströndum Kaliforníu.