Áslaug María er tuttugu ára gömul, fædd á Íslandi en fluttist átta ára til Bandaríkjanna. Hún flutti aftur heim fyrir framhaldsskólann, hefur brennandi áhuga á tísku og nýtur fjölbreytileikans sem fyrirsætustarfið býður upp á. Í dag starfar hún aðallega í París og Mílanó.
Hvað ertu búin að starfa lengi sem fyrirsæta?
Mitt fyrsta starf sem fyrirsæta var þegar ég var fimmtán ára gömul. Þannig ég hef verið í þessu í um það bil fimm ár.
Hvernig byrjaði það hjá þér?
Frá átta ára aldri ólst ég upp í Bandaríkjunum. Í hverfinu þar sem ég bjó í var kona sem starfaði sem fyrirsætuscouter svokallaður, eða svona sú sem spottaði fyrirsætur.
Hún ráðlagði mér og mömmu minni að senda myndir af mér til fyrirsætuskrifstofa í New York þegar ég var fjórtán ára. Það leiddi til þess að ég fékk samning við litla umboðsskrifstofu í New York og fékk nokkur störf þar.
Ég flutti aftur heim rétt fyrir sextán ára afmælið mitt til að fara í framhaldsskóla og ákvað að hætta í fyrirsætubransanum. Stuttu síðar sá ég auglýsingu fyrir LHÍ tískusýningu sem ég tók þátt í og það var þar sem ég var uppgötvuð afEy Agency og skrifaði undir samning.
Nokkrum mánuðum síðar fór ég út til Mílanó í fyrsta skipti. Eftir ég útskrifaðist úr Verzló vorið 2024 hef ég verið í fullu starfi við fyrirsætustörf í París og Mílanó.
Hvernig fékkstu giggið að ganga tískupallana úti í Mílanó?
Ég þurfti fyrst og fremst að fara í óendanlega mörgcastings eða prufur, þar sem fullt af stelpum bíða í röð. Ég hef til dæmis beðið í tveggja klukkutíma röð. Það þarf margt að ganga upp til þess að fá tækifærið að ganga á tískuviku.
Maður þarf auðvitað að vera með gott göngulag eða model walk en eitt það mikilvægasta er líka að vera örugg með sjálfa sig. Síðan þarf maður auðvitað að vera með góða umboðsmenn sem hafa trú á manni.
Aðal umboðskonan mín Irene starfar með Ey Agency og hún passar upp á allt sem hefur með fyrirsætustörfin hjá mér að gera.
Svo er það umboðsskrifstofan mín í Mílanó (Women Management) sem sendir mig ícastings og hjálpar mér að bóka sýningar í tískuviku í Mílanó. Heppni er að sama skapi líka stór partur af þessu. Það þarf bara einncasting director, sá sem velur módel fyrir sýningar, sem fílar þig og ég hef verið mjög heppin.
Hvernig var tilfinningin að vera á þessari risastóru tísku viku?
Það er fyrst og fremst mjög skemmtileg tilfinning sem fylgir þessu. Það er alltaf eitthvað að gera og borgin er stútfull af fólki sem kemur héðan og þaðan úr heiminum.
Sem fyrirsæta getur það verið ógnandi og stressandi, sérstaklega þegar maður er að upplifa tískuviku í fyrsta skipti. Ég lifi samt á spennutilfinningunni sem ég fæ þegar ég tek þátt í tískuviku.
Fyrir hvaða hönnuði varstu að vinna og eru þeir í uppáhaldi hjá þér?
Ég labbaði núna í sýningu fyrir merkiðBlumarine.Blumarine er eitt af uppáhalds merkjum mínum og ég hef oft unnið ýmis fyrirsætustörf fyrir þau.
Ég hef hingað til sömuleiðis gengið tískupallinn fyrirDolce Gabbana,Onitsuka Tiger,Paloma Wool og sýndi einnig fyrirBlumarine í febrúar á þessu ári. Einnig hef ég starfað fyrir merki eins ogArmani beauty ogStellu McCartney.
Hvernig er hefðbundinn dagur á svona tískuviku?
Fyrir mig er hefðbundin dagur alltaf með margar prufur eðacastings þar sem ég hleyp um alla borgina að reyna að komast að án þess að vera sein. Dagarnir geta verið langir.
Til dæmis var einn dagur hjá mér í febrúar ótrúlegur. Þá gekk ég á sýningu um morguninn, fór síðan ícastings beint eftir og þaðan í mátun fyrir sýningu sem var seint um kvöld.
Á þessum tíma eru líka flestallir sem ég þekki vel úr tískuheiminum staddir á sama stað sem er sjaldgæft því oft erum við í verkefnum hér og þar. Ég reyni því að hitta þau eins mikið og ég get með þann tímaramma sem ég get unnið með.
Hittirðu eða sást marga fræga úr bransanum?
Í tískuheiminum er maður oft í kringum frægt fólk. Þegar ég labbaði fyrir Dolce and Gabbana hitti ég yfirhönnuðina Domenico Dolce og Stefano Gabbana og það kom mér á óvart hvað þeir voru mikið inn í öllu tengdu sýningunni.
Þeir voru mjög almennilegir og tóku meira að segja í hendurnar mínar meðan ég labbaði baksviðs því gólfið var svo sleipt í hælunum mínum.
Einnig hef ég unnið með fyrirsætum eins og Irina Shayk, Yasmin Wijnaldum, Mariacarla Boscono og Amelia Grey.
Hvaða verkefni stendur upp úr hingað til?
Ég myndi segja að uppáhalds verkefnið mitt hingað til séDolce Gabbana Haute Couture sýningin sem ég labbaði í París í janúar á þessu ári.
Sýningin átti sér stað í safni sem kallastHôtel de la Marine. Sýningin er eitthvað sem mun standa upp úr hjá mér allt mitt líf.
Ég var ein af fimmtíu og þremur úr sýninguDolce & Gabbana valin íEditorial myndasyrpu hjá tískurisatímaritinu Vogue sem ég er svo þakklát fyrir.